Veit aldrei
Ég lít út um gluggan, það er hráslagaveður.
Ég veit aldrei hvað gerist fyrr en skaðinn er skeður.
Ég opna útidyrnar, rigningin tekur mikið í fangið.
Byrja að reyta úr netadruslunum þangið.
Líf mitt er blindbylur,
ást þín er mitt skjól.
Ég veit ekki hvernær ég fæ að sjá þig aftur.
Ég veit ekki hvort ég fæ að sjá þig aftur.

Mér finnst ég vera föst, hér á þessum stað.
Kemst ég einhvern tíman burt, getur einhver sagt mér það?  
Hilma
1993 - ...


Ljóð eftir Hilmu

Veit aldrei
Perlurnar
Litur
Leiðin sem ég vel