Perlurnar
Þegar sólin skín,
langar mig að taka perlurnar sem þú gafst mér
og henda þeim í vatnið.
Þar myndu þær glitra í sólskininu og sökkva til botns.

Perlurnar sem þú gafst mér eru vonin, vindurinn, sólin og lífið og allt sem ég á.

Þegar sólin skín,
þá langar mig að taka perlurnar sem þú gafst mér og henda þeim í vatnið.  
Hilma
1993 - ...
Draumur sem mig dreymdi


Ljóð eftir Hilmu

Veit aldrei
Perlurnar
Litur
Leiðin sem ég vel