Litur
Eins og dáleidd
horfi ég í hvíta
eins og ég finni lykt
sem fær mig til að vilja lifa áfram.
Kannski bara spítalalykt.
Hjúkkurnar ganga framhjá mér
brosa.
Eins og vélmenni.
Bara að hjálpa mér.
Hvíti liturinn sker mig í augun.
Skerið mig.
Ég vil ekki vera lengur hér
hjá þessum hvíta lit
hann er of hreinn og bjartur
fyrir mig.  
Hilma
1993 - ...


Ljóð eftir Hilmu

Veit aldrei
Perlurnar
Litur
Leiðin sem ég vel