

Tveir heimar...
Ég flýg á vængjum ástarinnar
alein í myrkrinu.
Þú elskar mig.
En þú ert ekki hér.
Ástin flýgur
með mig heim
til þín.
Þú ert þar
– ertu þar?
Þú elskar mig
– er það?
Dagarnir fara í frí.
Brosið læðist burt.
Breytist í tár –
- þú sefur
Ég elska þig
– er það?
Tveir heimar
– en hvor?