Traust
Lítill fugl í mömmu hreiðri,
ýtt er út í harðan heim.
Flýgur hátt á leið svo greiðri,
syngur glatt um allan geim.

Fræið smátt í moldu kaldri,
frið í hvílir, kyrrt og stillt.
Himinn lekur, líkast galdri
vex úr moldu rósin villt.

Lítill angi í mömmu armi,
öruggur að tryggum barmi.
Tíminn líður, stutti ei bíður,
úr grasi vex og burt svo flýgur.

Brotni vængur fuglsins smáa,
líði rósin frost til dauða,
hrynji heimurinn hjá snáða..

..Ef allt fer á ská,
hvert leita skal þá?

Í öllum þrautum og vanda mig styður.
Ég vil að þú vitir ef aðeins þú biður,
ég ávalt mun reyna mitt besta og mesta,
og styðja þig ákaft í gegnum það versta.

Hafðu það gott, elskan,
lífinu lifðu,
án eftirsjár prófaðu,
gerðu, upplifðu.
Svo margt er í lífinu að finna og reyna,
til fullnustu njóttu, og engu skalt gleyma!
 
Vala Yates
1983 - ...


Ljóð eftir Völu Yates

Weeping Willow
Flowers and Candy
I need your love
Their Heimar
Myrkhuginn
Traust
Plagued with Worries
Is love?
Tónafljóð
Söknuður
Someday
Soulless TV
Jólagleði
Think yourself crazy?
Chaotic Paranoia
Næturgalin
I am
The little things
The look that said
Think about me?
Sleepless Thoughts
Tárið talar
Splitting Heartache
Later
Seinna
Chaotic Paranoia II
Rússíbaninn
Rollercoaster
A lone tear
Þetta smáa
Forgetmenot
Goodbye
All/one (Blinded)
Heavy pains
Fangin?
Hugviltur
Draumveltur og vangaráðningar
Til minnis...
Hjarta tromp
Changes
Vonin í myrkrinu
Not here anymore