Traust
Lítill fugl í mömmu hreiðri,
ýtt er út í harðan heim.
Flýgur hátt á leið svo greiðri,
syngur glatt um allan geim.
Fræið smátt í moldu kaldri,
frið í hvílir, kyrrt og stillt.
Himinn lekur, líkast galdri
vex úr moldu rósin villt.
Lítill angi í mömmu armi,
öruggur að tryggum barmi.
Tíminn líður, stutti ei bíður,
úr grasi vex og burt svo flýgur.
Brotni vængur fuglsins smáa,
líði rósin frost til dauða,
hrynji heimurinn hjá snáða..
..Ef allt fer á ská,
hvert leita skal þá?
Í öllum þrautum og vanda mig styður.
Ég vil að þú vitir ef aðeins þú biður,
ég ávalt mun reyna mitt besta og mesta,
og styðja þig ákaft í gegnum það versta.
Hafðu það gott, elskan,
lífinu lifðu,
án eftirsjár prófaðu,
gerðu, upplifðu.
Svo margt er í lífinu að finna og reyna,
til fullnustu njóttu, og engu skalt gleyma!
ýtt er út í harðan heim.
Flýgur hátt á leið svo greiðri,
syngur glatt um allan geim.
Fræið smátt í moldu kaldri,
frið í hvílir, kyrrt og stillt.
Himinn lekur, líkast galdri
vex úr moldu rósin villt.
Lítill angi í mömmu armi,
öruggur að tryggum barmi.
Tíminn líður, stutti ei bíður,
úr grasi vex og burt svo flýgur.
Brotni vængur fuglsins smáa,
líði rósin frost til dauða,
hrynji heimurinn hjá snáða..
..Ef allt fer á ská,
hvert leita skal þá?
Í öllum þrautum og vanda mig styður.
Ég vil að þú vitir ef aðeins þú biður,
ég ávalt mun reyna mitt besta og mesta,
og styðja þig ákaft í gegnum það versta.
Hafðu það gott, elskan,
lífinu lifðu,
án eftirsjár prófaðu,
gerðu, upplifðu.
Svo margt er í lífinu að finna og reyna,
til fullnustu njóttu, og engu skalt gleyma!