Komdu
Ég þarfnast þessara orða
Eins og áferð
ég finn línurnar skjótast inn í mig
og út jafnfljótt
finnuru kaffiilminn?
Hann heltekur þig
eins og þráhyggja sem þú getur aldrei sleppt
Þú vilt ekki sleppa
Ég vil ekki sleppa!
Vil bara halda fast
í ekkert
í tómið
Og það stingur inn í brjóstholið
eins og kaldur einmannalegur raunveruleikinn
morguninn eftir
Er þetta endirinn
FINNURU ÞAÐ EKKI!!!
mwaa mwaaaa mwaaabababababa

Mig langar að láta þessi orð öskra
Öskra svo hátt að þú heldur fyrir eyrun
Og þér finnst eins og þú sért að springa
Og þú getur ekki meir
og þú lætur það eftir þér
JaaaaaaaÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ

Ég á ekkert líf
nema í þessum orðum
Orðin eru líf mitt
og líf mitt eru orðin
Er þetta ekki orðið gott
 
Súgur
1975 - ...


Ljóð eftir Súg

Komdu
snertu mig
Hvar ertu
Allt
Bless

Háttatími