Draumur úr votri gröf
Oft mig gleður að standa um stund
þá stormurinn gnæðir um nætur
mig draga á tálar og kalla á sinn fund
ólgandi ægis dætur.
Oft þegar morgnar tínist eitt tár
þá himininn nóttina grætur
er vindinn lægir sefast sjár
og sofa ægis dætur.
Oft ég vakana með vota kinn
á drauminum hafði ég mætur
en ég fórst í hafi og dómurinn minn
er að dansa við ægis dætur.  
Ása Hlín Benediktsdóttir
1984 - ...


Ljóð eftir Ásu Hlín Benediktsdóttur

Örlög
Saga um sorg í Reykjavík.
2s-lags ósómi
Draumur úr votri gröf
Erla, Hallgerður, Freyja
Ást