

hátindur minninga feðra okkar
er falinn
í kálfaskinnum
hræjum
löngu liðinna
skepna
sem bitu gras
fyrir siðskipti
í súld
en varðveita
í dag
stolt okkar og menningu
sem fæst okkar skilja
og alls ekki
komandi kynslóðir
er falinn
í kálfaskinnum
hræjum
löngu liðinna
skepna
sem bitu gras
fyrir siðskipti
í súld
en varðveita
í dag
stolt okkar og menningu
sem fæst okkar skilja
og alls ekki
komandi kynslóðir