Hæðnislegt volæði
Hví húkir þú í horni
og starir á mig
með þitt sturlaða
augnarráð?

Nú ég vil sjá er hjarta
þitt brestur!

Ég vil sjá er þau draga
þig niður!

Ég vil sjá er þau
þig hæða!

Ég vil sjá er þau
þig dæma!

Ég vil sjá er þau þig
grafa lifandi með
myrkum orðum sínum!

Ég vil sjá er þú með
höfuð svo þungt af
kvalræði að þú heldur því
eigi uppi!

Ég vil sjá er þú með
svo mikla angist í hjarta
kemst eigi úr rekkju!

Ég vil sjá er þú starir
vitstola á vegginn!

Ég vil sjá er þú áttar
þig á einskins tilgang
lífs þíns!

Ég vil sjá er þú ert
látinn í gröf síga!

Því húki ég yfir þér
ég er sturlandi kvöl
raunveruleika þíns
ég er þitt líf! ég á þitt líf!
Ég er eymdinn.

 
Sigurður Freyr Pétursson
1984 - ...


Ljóð eftir Sigurð Frey Pétursson

Hæðnislegt volæði
Mannskepnan
Hetjan
Samspil
Glampinn er horfin
Tindurinn
Skömmin
Einhvern daginn