Póstkort í Vesturbæinn
Ekkert af þessu
er að gerast

svona kemur bara
fyrir annað fólk

en það hjálpar mér
að vita að
ég elska þig

á förum
verð ég
aldrei fjarlæg

í fjarlægð
verð ég
aldrei farin

mundu

megi rökkrið rofna
á herðum þér
megi regnið hrökkva
á glugga þínum
megi fuglinn syngja
í garði þínum
megi hamingjan dansa
í augum þér

passaðu þig á nautunum

-mamma.  
Arngrímur Vídalín
1984 - ...
12. apríl 2006.


Ljóð eftir Arngrím Vídalín

Draumur um veruleika
Póstkort í Vesturbæinn
Haustkoma
Tristran og Ísold
Lestargluggi á ferð
Hugurinn ber þig
Jesper Glad, leigubílstjóri
Gíraffinn er á stultum - fyrir Hjálmar Skorrason Linnet