Hugurinn ber þig
Nýr og glæsilegur áfangastaður í sólina hjá Lúxusferðum™ á Íslandi ævintýri líkast! Það leiðist engum sem hefur Ferðafélaga góðar fréttir fyrir
fjölskuldufólk hjá okkur fá börnin 50% afslátt á fargjaldinu verð frá you name it þú trúir því ekki skoðaðu nýjustu
bæklingana! Skráðu þig! Það borgar sig! Ferðalög eru frábær félagsskapur! Tilboð! Tilboð! Fáðu tilboð! Gerðu tilboð! Þú ræður upphæðinni! Upplýsingar um flug og sölu um borð!

Þeir segja að heima sé best en við erum ekkert endilega sammála því gakktu aðeins útfyrir upp á fjallahringinn hátt hátt fyrir ofan leggstu á grasið mændu horfðu á miðnætursólina ganga hringinn í kring og aldrei setjast meðan döggin perlast á grasinu hitnar stígur jöklarnir eldfjöllin upp yfir bláan himin og ást á fögrum grænum engjum og rauðbrúnum virkjuðum ljóðum og mundu að hugurinn kemur þér aðeins hálfa leið af því þú ert í miðju heimsins og miðja heimsins er þú hjá okkur taktu þátt í sólarlottó!

Ef þig vantar gistingu ertu í góðum höndum hjá okkur komdu á tónleika ársins og sjáðu Bubba það er sama hvert tilefnið er komdu í klúbbinn skoðaðu flugáætlun okkar bíómyndir tölvuleikir músík og margt margt fleira!

Glæsilegar ferðir fyrir Visakorthafa! Nýttu þér ferðaávísun MasterCard! Örfá sæti laus ekki missa af þinni fljótandi
lúxushótel ferð lúxus og lystisemdir á Sauðárkróki lúxus skemmtileg ferðalög í bland við sál og líkama salan hafin fyrir næsta vetur lúxus ódýrustu sætin bókast fyrst! Sólarferðir! Borgir! Ævintýri! Skíði! Golf! Íþróttir! Gisting!

Hafðu samband! Vantar þig upplýsingar? Þarftu að ná í okkur út af einhverju? Við viljum heyra frá þér hafðu samband lestu nýjustu fréttirnar vilt þú slást í hópinn? Ertu að leita að einhverju á þessum vef? náðu áttum skráðu þig í netferðaklúbb Visa-MasterCard stökktu um borð finndu
frelsið tilboðið gildir takmarkað Bolungarvík bíður ekki öll sæti að hverfa við gefum þér farið skráðu þig þú ræður verðinu pantaðu núna!  
Arngrímur Vídalín
1984 - ...
úr bókinni Úr skilvindu drauma (Nýhil 2009)


Ljóð eftir Arngrím Vídalín

Draumur um veruleika
Póstkort í Vesturbæinn
Haustkoma
Tristran og Ísold
Lestargluggi á ferð
Hugurinn ber þig
Jesper Glad, leigubílstjóri
Gíraffinn er á stultum - fyrir Hjálmar Skorrason Linnet