Tristran og Ísold
Einmana sveinninn hryggi
var horfinn úr dalnum djúpa
og ástarstjarnan hulin gráum skýjum

vatnið kann söguna
en segir fátt um eigin sýnir
Hraundrangi sveif eins og hjarta
í lausu lofti

hvort hafi það verið
rétt spegilmynd
er undir deginum komið

hvort hafi það verið
Narkissos eða Amor
og hvors lokka hann greiddi
við Galtará.  
Arngrímur Vídalín
1984 - ...
Endurómun upphafsins bls. 47.


Ljóð eftir Arngrím Vídalín

Draumur um veruleika
Póstkort í Vesturbæinn
Haustkoma
Tristran og Ísold
Lestargluggi á ferð
Hugurinn ber þig
Jesper Glad, leigubílstjóri
Gíraffinn er á stultum - fyrir Hjálmar Skorrason Linnet