Haustkoma
Á hjara veraldar klæðir grasið sig í haustbúninginn því þar eru engin tré.

Grjóthellur hvíla sig milli grastoppa, fjöllin á aðra rönd, svellkaldir hamrar á hina. Rigningin brúar bilið.

Hafið brotnar á berginu. Vonandi brotnar bergið næst, hugsar það.  
Arngrímur Vídalín
1984 - ...
Endurómun upphafsins bls. 20


Ljóð eftir Arngrím Vídalín

Draumur um veruleika
Póstkort í Vesturbæinn
Haustkoma
Tristran og Ísold
Lestargluggi á ferð
Hugurinn ber þig
Jesper Glad, leigubílstjóri
Gíraffinn er á stultum - fyrir Hjálmar Skorrason Linnet