Áhrínsorð móður
Ég reit líf þitt
og réði litunum
á fötum þínum
eggjaði þig áfram
og ýtti úr vör
svo þú gætir att kappi
aleinn við heiminn

En þó ætíð
er ég þér við hlið
styð þig stolt
og yfir hæstu hæðirnar
ég held þér
í örmum mínum
og hlífi.  
Gísli Friðrik Ágústsson
1976 - ...
Ég reyndi að setja mig í spor móður minnar en tileinka ljóðið í raun hvaða umhyggjusama foreldri sem er.


Ljóð eftir Gísla Friðrik Ágústsson (gillimann@gmail.com)

Veðurfréttir
Ferðin heim
Flug í draumi
Reykjavík á rauðum morgni
Dánarfréttir og jarðarfarir
Sólarupprás kl rúmlega níu
Of kalt fyrir skrúðgöngu
Ástin er ekki til
Sílíkon
Einkaskilaboð frá Guði
Líf
Tímaflakkarinn
Föðurbetrungur
Kárahnjúkar: náttúrustemma
Fjögur líf á svipstundu
Áhrínsorð móður
Vandræðaleg augnablik.
Regndropar.
Dauðsfall á lagernum
Salt