Lífsbaráttan
Við fæðingu vógstu
aðeins ellefu merkur
elsku barnið mitt
því Dauðinn hafði hugsað sér
að hreppa
lífið þitt og mitt.
Og þegar þú leist dagsins ljós
ég liðið hafði á braut.
Í óráðs svefni
vikum saman leið
ég sorg og þraut.
Þú lást ei við mildan móðurbarm,
mjólkin kom ekki
brjóstin í.
Og langur tími leið
uns leit ég
bláu augun þín.
En allt þetta
er aðeins hjóm
hjá auðnuspori því
að eignast þig og unna þér
elsku, litla stúlkan mín.
aðeins ellefu merkur
elsku barnið mitt
því Dauðinn hafði hugsað sér
að hreppa
lífið þitt og mitt.
Og þegar þú leist dagsins ljós
ég liðið hafði á braut.
Í óráðs svefni
vikum saman leið
ég sorg og þraut.
Þú lást ei við mildan móðurbarm,
mjólkin kom ekki
brjóstin í.
Og langur tími leið
uns leit ég
bláu augun þín.
En allt þetta
er aðeins hjóm
hjá auðnuspori því
að eignast þig og unna þér
elsku, litla stúlkan mín.