

Erkióvinur minn
er til.
Ég sá hann í gær
þegar ég labbaði niður götuna
sem endar aldrei.
Því söguþráðurinn
er ekki fullmótaður.
Það vantar endirinn
í þriggja þátta uppbygginguna
og erkitýpurnar
eru ekki feigar.
Því ekkert er dæmigert í lífi mínu.
Samt sá ég hann
þegar ég labbaði niður götuna
sem endar aldrei.
Erkióvin minn
sem ég elska.
er til.
Ég sá hann í gær
þegar ég labbaði niður götuna
sem endar aldrei.
Því söguþráðurinn
er ekki fullmótaður.
Það vantar endirinn
í þriggja þátta uppbygginguna
og erkitýpurnar
eru ekki feigar.
Því ekkert er dæmigert í lífi mínu.
Samt sá ég hann
þegar ég labbaði niður götuna
sem endar aldrei.
Erkióvin minn
sem ég elska.