

Guð gefi að ég verði ekki fallegt lík
heldur rúnum rist og mörkuð ljótum örum
og djúpum rispum
sem sýna að ég hef lifað til fullnustu
horft óvarin framan í heiminn
þorað að elska þar til ég hef verið svikin,
svívirt og barin
að ég hafi nýtt tímann til að ferðast
öfganna á milli
og kynnst lífinu í allri sinni dýrð
Guð gefi að síðasta andvarpið
verði ekki fullt eftirsjár
heldur geti ég södd sagt skilið
við tilfinninga-gnægtaborð lífsins
heldur rúnum rist og mörkuð ljótum örum
og djúpum rispum
sem sýna að ég hef lifað til fullnustu
horft óvarin framan í heiminn
þorað að elska þar til ég hef verið svikin,
svívirt og barin
að ég hafi nýtt tímann til að ferðast
öfganna á milli
og kynnst lífinu í allri sinni dýrð
Guð gefi að síðasta andvarpið
verði ekki fullt eftirsjár
heldur geti ég södd sagt skilið
við tilfinninga-gnægtaborð lífsins