 Borðbæn
            Borðbæn
             
        
    Guð gefi að ég verði ekki fallegt lík
heldur rúnum rist og mörkuð ljótum örum
og djúpum rispum
sem sýna að ég hef lifað til fullnustu
horft óvarin framan í heiminn
þorað að elska þar til ég hef verið svikin,
svívirt og barin
að ég hafi nýtt tímann til að ferðast
öfganna á milli
og kynnst lífinu í allri sinni dýrð
Guð gefi að síðasta andvarpið
verði ekki fullt eftirsjár
heldur geti ég södd sagt skilið
við tilfinninga-gnægtaborð lífsins
    
     
heldur rúnum rist og mörkuð ljótum örum
og djúpum rispum
sem sýna að ég hef lifað til fullnustu
horft óvarin framan í heiminn
þorað að elska þar til ég hef verið svikin,
svívirt og barin
að ég hafi nýtt tímann til að ferðast
öfganna á milli
og kynnst lífinu í allri sinni dýrð
Guð gefi að síðasta andvarpið
verði ekki fullt eftirsjár
heldur geti ég södd sagt skilið
við tilfinninga-gnægtaborð lífsins

