Draumveltur og vangaráðningar
Fögur augu dúkknanna
brosa til okkar
Hláturinn kitlar..
Þær eru systur
En svo er allt dimmt.
Kassinn heldur þér föstum.
Með plastvír um hendur
og fætur.
Og plastfilman yfir
Þú ert innpakkaður
í dúkkukassa.
-Ég líka...
Ég berst um
í eigin kassa.
Ég sé þig
svo skýrt
til hliðar við mig..
Innilokaðan.
Svo nálægt
-samt næ ég þér ekki.
Ef ég aðeins
gæti losnað
og skriðið yfir
til þín
-Legið hjá þér..
Tvö saman í kassa
með plastfilmu yfir.
Bundin saman
með plastvír
Og hlýjað hvort öðru
í kuldanum.
En dúkkurnar
þær vaka
-Fallegar að utan..
En sálirnar svartar.
Og ég finn
að ég mun ekki sleppa-
Þá munu brosin fjúka
Og djöfulleg andlit sálar þeirra
birtast.
Éta okkur í sig
Svo eftir standa nakin beinin
og sálirnar kolsvartar.
brosa til okkar
Hláturinn kitlar..
Þær eru systur
En svo er allt dimmt.
Kassinn heldur þér föstum.
Með plastvír um hendur
og fætur.
Og plastfilman yfir
Þú ert innpakkaður
í dúkkukassa.
-Ég líka...
Ég berst um
í eigin kassa.
Ég sé þig
svo skýrt
til hliðar við mig..
Innilokaðan.
Svo nálægt
-samt næ ég þér ekki.
Ef ég aðeins
gæti losnað
og skriðið yfir
til þín
-Legið hjá þér..
Tvö saman í kassa
með plastfilmu yfir.
Bundin saman
með plastvír
Og hlýjað hvort öðru
í kuldanum.
En dúkkurnar
þær vaka
-Fallegar að utan..
En sálirnar svartar.
Og ég finn
að ég mun ekki sleppa-
Þá munu brosin fjúka
Og djöfulleg andlit sálar þeirra
birtast.
Éta okkur í sig
Svo eftir standa nakin beinin
og sálirnar kolsvartar.
Mig dreymdi draum. Nú er sá draumur orðinn að ljóði. Svo kom hann mér skemmtilega á óvart því þetta er mjög tvírætt, og táknrænt fyrir líf mitt í augnablikinu.