Svona er lífið
Hún er svona stúlka, útí bæ
Elskar sig og sína engla
Mánaskin í ljúfum sæ

Hafið geislum sólar vafið
Í næturhúmi stjörnur glitra
Ástarblíða í hverju rúmi

Hvað svo gerðist, það var hann
Hugur breytist, það var hann
Hver það er, veit hún ekki

Hugur um alheim reikar
Hugsanir sem draumkennd sín
Brennur hjartans sólarlogi

Hjartagull í hennar blómi
Falleg orð í hverju riti
Ljúfir tónar í blíðu tómi

Hvað svo verður, hver veit það
Hugur breyttist, hvað með það
Svona er lífið, falleg sýn.
 
Ragnhildur Einarsdóttir
1967 - ...


Ljóð eftir Ragnhildi

Svona er lífið
Lítill drengur
Fyrirgefning
Hann kemur
Töffarinn