Tvær manneskjur
Tvær málglaðar manneskjur
kjafta hvor aðra í kaf.
Deila með sér máli
og skiptast á skoðunum.
En ef að önnur þegir fast
og kemur alls engu upp.
Hin þá getur gusað
öllu hreint út úr sér.
Tvær mállausar manneskjur
...?
Magnús Egg
3. júní 2006