Þegar nóttin sækir á
Þegar nóttin sækir á
fara tröllin á stjá.
Drepa menn og kindur
þjóta um sem vindur.
Klífa fjöllin há
til mannabyggð sjá.

Galdra fram feiknar byl,
senda fólkinu til.
Þjóta niður hlíðar
stórar og víðar.
Hoppa yfir gil
rífa upp húsa þyl.

Bóndi griða biður
þau berja hann niður.
Öllu gulli stela
stinga börn og fela.
Aldrei kemur friður,
þetta er þeirra siður.

 
Héðinn
1986 - ...


Ljóð eftir Héðin

Trú
Staðarlýsing
Fimbulvetur
Þegar nóttin sækir á
Lofkvæði föðurlandsvinar
Jarðarför
Í Hafnarskógi