

Er báturinn vaggar hægt um sæ,
Hreyfist taktfast með ilmjúkum blæ.
Róast ég niður,
Því engar eru ölduskriður.
Ruggandi báturinn vaggar um sæ,
Vaggar í takt við ilmjúkan blæ.
Hann siglir brátt að höfn,
Í höfninni bíður mín fagra Sjöfn.
Hreyfist taktfast með ilmjúkum blæ.
Róast ég niður,
Því engar eru ölduskriður.
Ruggandi báturinn vaggar um sæ,
Vaggar í takt við ilmjúkan blæ.
Hann siglir brátt að höfn,
Í höfninni bíður mín fagra Sjöfn.