Ljóðið (2001)
Ljóðið
er eins og köttur.
Það fer sínar eigin leiðir.
Stundum
ef þú ert heppin
geturu lokkað það til þín
klórað því bak við eyrun
og hlustað á það mala.
Eitt andartak finnst þér þú hafa völdin.
En þá
skyndilega
stekkur það burt
og hverfur þér sjónum,
ekkert eftir
nema hrynjandin í malinu
og sveiflan í skottinu.
Óskrifaðar ljóðlínur flögra út um gluggann...
er eins og köttur.
Það fer sínar eigin leiðir.
Stundum
ef þú ert heppin
geturu lokkað það til þín
klórað því bak við eyrun
og hlustað á það mala.
Eitt andartak finnst þér þú hafa völdin.
En þá
skyndilega
stekkur það burt
og hverfur þér sjónum,
ekkert eftir
nema hrynjandin í malinu
og sveiflan í skottinu.
Óskrifaðar ljóðlínur flögra út um gluggann...
Áður birt í Vetur, sumar, vor og haust - Ljóð unga fólksins (2001).