Undir svölunum (2004)
Við stöndum undir svölunum þar sem sólin
nær ekki til okkar nema að hluta - hún
sker okkur í tvennt yfir öxlina og lýsir
upp fötin og fæturna en andlitin felum
við í myrkrinu.

Skuggahlið mín brosir við linsunni og
veit ekki að síðar þegar ég fletti gömlum
albúmum staldra ég við tvískipta eftirmynd
mína og glampandi augun sem skugginn af
svölunum skerpir verða mér táknmynd þeirra
skugga sem síðar settust að í þessum sömu
augum og skiptu tilverunni milli ljóss
og myrkurs líkt og svalirnar forðum.  
Sigrún Ísleifsdóttir
1985 - ...


Ljóð eftir Sigrúnu Ísleifsdóttur

Sjálfsmynd (2002)
án titils II (2001)
Ljóðið (2001)
Sólarlag (2001)
Í spegli (2000)
Eilífðin (1999)
Næturfrost (1998)
Undir svölunum (2004)
Beat me (2004)
Þegar loftárásunum linnir (2004)
Rigning (2004)