Ljóðið (2001)
Ljóðið
er eins og köttur.
Það fer sínar eigin leiðir.

Stundum
ef þú ert heppin
geturu lokkað það til þín
klórað því bak við eyrun
og hlustað á það mala.

Eitt andartak finnst þér þú hafa völdin.

En þá
skyndilega
stekkur það burt
og hverfur þér sjónum,
ekkert eftir
nema hrynjandin í malinu
og sveiflan í skottinu.

Óskrifaðar ljóðlínur flögra út um gluggann...  
Sigrún Ísleifsdóttir
1985 - ...
Áður birt í Vetur, sumar, vor og haust - Ljóð unga fólksins (2001).


Ljóð eftir Sigrúnu Ísleifsdóttur

Sjálfsmynd (2002)
án titils II (2001)
Ljóðið (2001)
Sólarlag (2001)
Í spegli (2000)
Eilífðin (1999)
Næturfrost (1998)
Undir svölunum (2004)
Beat me (2004)
Þegar loftárásunum linnir (2004)
Rigning (2004)