Þegar loftárásunum linnir (2004)
Þegar loftárásunum linnir
læðist þunglynd nóttin
gegnum brostnar varnir vígisins.
Deyfir sársaukann í svefnvana andlitum,
sundurtættum
hjörtum hruninna veggja.

Undir svartri slæði
ríkir rauðleit angist
þar til blá dögun býður
heim hvítum friði.

Þegar hikandi morgunbirtan mætir
minningum gærdagsins
hefjast geislarnir handa
við að mála föla vanga völdum litum
vonarinnar.
En áfram heldur efinn uppi skæruhernaði.  
Sigrún Ísleifsdóttir
1985 - ...


Ljóð eftir Sigrúnu Ísleifsdóttur

Sjálfsmynd (2002)
án titils II (2001)
Ljóðið (2001)
Sólarlag (2001)
Í spegli (2000)
Eilífðin (1999)
Næturfrost (1998)
Undir svölunum (2004)
Beat me (2004)
Þegar loftárásunum linnir (2004)
Rigning (2004)