

þarna er það aftur
tómið tómið
kveiki á eldspýtu
sé ekkert ekkert
rökkur og skuggar
tómið er ósýnilegt
en óp þess bergmálar
kastast á milli hugsana
og hverfur svo
í myrkur kvíðans
um leið og loginn slokknar
tómið tómið
kveiki á eldspýtu
sé ekkert ekkert
rökkur og skuggar
tómið er ósýnilegt
en óp þess bergmálar
kastast á milli hugsana
og hverfur svo
í myrkur kvíðans
um leið og loginn slokknar