Tímarúm
ég andaði á glugga
teiknaði myndir af fiðrildum á flugi
í móðuna
tók mynd af þeim
sendi þér
ef þér líkar hún ekki
láttu mig vita
þá mun ég
stroka þau
út
 
Pax
1975 - ...
Smá hugleiðing um orsök og afleiðingu; tíma og rúm.


Ljóð eftir Pax

Tímarúm
Grafarljóð
Þyrnirósa
Flug
Rætur
Eldgleypirinn frá Tæwan
Lítil klausa um taugaveiklaðan mann
Í stofu út í bæ