Eldgleypirinn frá Tæwan
Hann sat með sígarettu á rúmstokknum,
hugsandi með buxurnar á hælunum,
nýbúinn að ljúka munngælunum,
við stúlkuna sem stundi enn af fryggð.
Í hjarta hans var hryggð og djúpur ótti,
nóttin svört og grimm var skollin á.
Hann vantaði bara einhvern til að sofa hjá,
en nú var eins og samviskan vildi hann lifandi flá.
Hann hafði fundið þessa litlu lipurtá á dimmum bar,
hann starði á hana, vildi fá hana, og vissi um leið að hún vildi hann.
Hún fann að eitthvað brast og sast við hlið hans; pantaði sér í glas.
Hann drakk bjór og þjóraði hann í sig,
greddan var að ríða honum á slig.
Þau fengu bíl og fóru heim til hans;
rauðvínsglas og rólegur dans.

Hún var full af þokka, með ljósa slöngulokka og vangarjóð.
Hann vissi að hún yrði góð þegar blóðið byrjaði að streyma í hans vin.
Þau afklæddust og læddust inn í rúm og nutu ásta; stutta stund, getan brást honum.
Hún var ólík flestum öðrum konum, framar öllum vonum en það var ekki nóg.
Honum langaði að endurfæðast með nesti og nýja skó,
drekka sig til dauða og stökkva út í sjó.
Hann gat bara ekki meira, var það kannski eitthvað fleira sem í honum bjó ?
Klukkan sló eitt, honum var skyndilega óstjórnlega heitt þó nakinn væri.
Hvað myndi hún gera ef hann stæði upp og færi ?
Hann leit á hana og sá ekkert nema kvenmannslíkið gleitt.
Hún spurði hvort að eitthvað væri að, hann vildi ekki tala um það,
hataði þessa stund og þennan stað,
vildi stroka út þetta blað í sinni sögu.
Hann vissi vel að slíkt var ómögulegt, hann gat engan blekkt.
Það vissu þær allar sem hann höfðu þekkt.
Hún leit á hann hvekkt; þetta spendýr með sinn rana,
hana langaði að ráða honum bana, eða elska hann allt sitt líf.
?Njóttu mín í nótt eða ég hjartað úr mér ríf?; hrópaði hún skyndilega upp úr tómu hljóði,
þreytt og einhvern veginn full af viðbjóði.
?Heldur þú að ég nenni að liggja hér og bíða ? Viltu hugsa eða ríða ?
Mínúturnar líða og það er laugardagskvöld?.
Hann þagði og starði út í loftið, hún sagðist vera farinn;
rauk í diskófötin og aftur beint á barinn.
Enn var nóttin ung.


Hann sat eftir einn í fjólubláu myrkri,
teygði sig eftir flöskunni með hendinni styrkri og drakk af stút,
glaður yfir því að hún væri farinn út, samt fullur af trega.
Það var eiginlega ekki hún, heldur hann sem gat ekki uppfyllt kröfur kvöldsins.
Kröfur um ást og algleymi, í þessum vonlausa og öskrandi skyndikynnaheimi.
Honum fannst hann ekki samkeppnisfær,
í keppninni um þessar kýr og ær, sem fylla alla staði,
í falskri von um stundarást með hraði með dularfullum fola sem golan skolaði inn.
Nei.
Hann gat þetta ekki lengur,
Hann sem hafði alltaf verið sætur mömmudrengur, var orðinn þessi gosi sem enginn vildi sjá.
Veröldin virtist ömurleg, kuldaleg og grá.
Allt er fullt af sjúkdómum og einskisnýtri þrá.
Hann þurrkaði af sér leifarnar af henni og henti handklæðinu frá.

Hann gekk inn í bílskúr vonsvikinn og súr og náði í reipi.
Klukkan sló þrjú.
Hann hafði ungur lesið sögu um eldgleypi frá Tæwan sem hengdi sig útaf ótrúrri frú.
Hann hafði aldrei skilið það en skildi það nú.
Þetta líf er ódýr hóra,
aðeins snaran er trú.
 
Pax
1975 - ...
Allur réttur áskilinn höfundi.
http://www.geocities.com/happypuppies2002


Ljóð eftir Pax

Tímarúm
Grafarljóð
Þyrnirósa
Flug
Rætur
Eldgleypirinn frá Tæwan
Lítil klausa um taugaveiklaðan mann
Í stofu út í bæ