Flug
Tveir fuglar fljúga,
í flauelsmyrkri.
Örlaganorn á syllu situr.
Veit hún gjörla,
hvaða leiðir,
fuglar fljúga.
Flýgur fugl,
mót firru.
Heimska honum,
hylur sýn.
Annar flýgur,
í faðm opinn.
Brosa örlög,
og æska við.
Hvað rökum ræður,
veit enginn.
Að rata til róta,
enginn kann.
Örlaganorn á syllu situr,
sindra í augum sannleiksneistar.
Aðspurð víkur,
vanga undan.
Orð hennar búa,
englum hjá.
 
Pax
1975 - ...
Allur réttur áskilinn höfundi.
www.geocities.com/happypuppies2002


Ljóð eftir Pax

Tímarúm
Grafarljóð
Þyrnirósa
Flug
Rætur
Eldgleypirinn frá Tæwan
Lítil klausa um taugaveiklaðan mann
Í stofu út í bæ