Lítil klausa um taugaveiklaðan mann
Vakinn og sofinn,
daufur og dofinn.
Á ystu nöf,
við eigin gröf,
gengur hann.
Skyggnist um,
með stjörfum augunum.
Hann ferðast einn,
hér er ei neinn.
Það veit hann vel,
en þandar taugar flytja huga boð,
um hættur og vonda hluti, illa menn.

Óræðir skuggar flökta inn á augnlokunum,
í hvert sinn sem hann blikkar augunum.
Útlínur martraða sem bíða færis.

Hann man ekki hvers vegna hann kom hingað eða hvaðan,
en það er eins og hann rámi í,
að hann sé á leiðinni eitthvað.
 
Pax
1975 - ...
Allur réttur áskilinn höfundi.
http://www.geocities.com/happypuppies2002


Ljóð eftir Pax

Tímarúm
Grafarljóð
Þyrnirósa
Flug
Rætur
Eldgleypirinn frá Tæwan
Lítil klausa um taugaveiklaðan mann
Í stofu út í bæ