Grams
Ég man að ég lá í svörtum sandi og hugsaði - ef ég sofna bara hérna og myndi ekki vakna, þó að allir heimsins englar myndu fljúga yfir og senda mér fingurkoss.

Smám saman myndi sandurinn feykjast yfir mig og að endingu sæist ekkert nema einn fingur - litli putti af því að hann er minnstur.

Mörgum árum síðar kæmi bóndi sem ætlaði að byggja hús á sandi og græfi mig upp.
Við myndum bara eiga hafmeyjar, er það ekki?  
Flatneskja
1972 - ...
Skrifað á kaffipoka


Ljóð eftir flatneskju

Expressó
Sannleikur
Ó-kærasti
Húsið á sléttunni
Ásetningur
Heimspeki
Grams
Flækjufótur
Hroki og hleypidómar í leyni
Spurning um ást
Ferð
Pirringur
Þú
Játning
Ráðgáta
Þar sem laufin sofa liggja spaðarnir andvaka
Kallið kom
Hugskeyti
Jarðbundin