Flækjufótur
Orð flækjast fyrir manni
og þykjast vera eitthvað.

Verður þá ekki það
sem maður segir
í þykjustunni?

Lykt er til dæmis miklu auðveldari,
hvað ef maður talaði saman með nefinu,
þá myndum við þefa hvort annað uppi.

Eða bragð,það er líka auðvelt,
nota bara tungubroddinn og þreifa sig þannig áfram.

Það finnst mér.

Augun eru erfiðari, en samt,
beint og ákveðið, en þau þvælast ekki fyrir, sérstaklega þegar maður er blindur.
 
Flatneskja
1972 - ...


Ljóð eftir flatneskju

Expressó
Sannleikur
Ó-kærasti
Húsið á sléttunni
Ásetningur
Heimspeki
Grams
Flækjufótur
Hroki og hleypidómar í leyni
Spurning um ást
Ferð
Pirringur
Þú
Játning
Ráðgáta
Þar sem laufin sofa liggja spaðarnir andvaka
Kallið kom
Hugskeyti
Jarðbundin