Hroki og hleypidómar í leyni
Stundum held ég að enginn heyri eða sjái eins vel og ég.

Er þetta hrokafull yfirlýsing? Nei, af því að ég segi engum frá, ég er skuggaráðuneyti og hó hó hó ef veggir mínir myndu tala, úff, þá myndi málningin bráðna af þeim og steypan leka og gufa upp, þangað til ekkert væri eftir nema járnabindingarnar.

Þetta er nebblilega allt tóm steypa, þetta líf, sérstaklega ég.

Tóm steypa
ryðgað járn
fast saman
ryðguð sál.  
Flatneskja
1972 - ...


Ljóð eftir flatneskju

Expressó
Sannleikur
Ó-kærasti
Húsið á sléttunni
Ásetningur
Heimspeki
Grams
Flækjufótur
Hroki og hleypidómar í leyni
Spurning um ást
Ferð
Pirringur
Þú
Játning
Ráðgáta
Þar sem laufin sofa liggja spaðarnir andvaka
Kallið kom
Hugskeyti
Jarðbundin