Draumur 30. nóvember \'05
Stór, djúp og grá steinhvelfingin rís upp í himininn. Rís upp í þung rigningarskýin.
Einhverntíman fyrir dögun á meðan það er enn dimmt hleyp ég upp og niður endalausa stiga sem liggja í hringi.
Það eina sem lýsir leið mína eru eldingarnar sem skótast um himininn í eltingaleik.
Alveg eins og ég sem hleyp upp og niður í hringstigum hvelfingarinnar sem er opin upp í óveðrið.
Gráir steyptir veggirnir og rauðmáluð handriðin í tröppunum eru köld og sleip.
Á botninum er ekkert nema drullupollur, efst uppi er óralangt til jarðar.
Enginn útgangur.
 
Eva Rut
1987 - ...


Ljóð eftir Evu Rut

Næturvísa
Draumur 30. nóvember \'05
Way Out
The Last Session
Tilfinningafelarinn
Tónlist
Hafið
Dansinn