Dansinn
Ég elska að dansa með lokuð augun með stjörnunum í geimnum.
Ég dansa í takt við hjartað svo lengi sem það slær
Dansinn dunar nótt og dag í trega, gleði og sorg
Vetur, sumar, vor og haust ég þróa lífs míns söng
Horfi á fegurð fjölbreytninnar
Allt blómstrar, fölnar og deyr og ég óska þess að ég fái að vita
hvað þessi veröld hefur að geyma
Ég hugsa oft um liðna tíma
Aldrei mun ég gleyma hver ég var og hver ég er
Hvert sem ég fer ég leita að sjálfri mér
En í draumkenndri þoku staðna.
 
Eva Rut
1987 - ...


Ljóð eftir Evu Rut

Næturvísa
Draumur 30. nóvember \'05
Way Out
The Last Session
Tilfinningafelarinn
Tónlist
Hafið
Dansinn