

bölvað barnið
brosti framan í mig
sá ekki svefndrungann
sem elti mig til dyra
pírði augun móti æskuljómanum
svaraði með jái og nei
þurr í munninum
og skellti hurðinni
sneríst á hæl
og faðmaði drungann
leyfði honum að bera mig
í bólið aftur
sökk í fortíðina enn á ný
og brosti í draumi
brosti framan í mig
sá ekki svefndrungann
sem elti mig til dyra
pírði augun móti æskuljómanum
svaraði með jái og nei
þurr í munninum
og skellti hurðinni
sneríst á hæl
og faðmaði drungann
leyfði honum að bera mig
í bólið aftur
sökk í fortíðina enn á ný
og brosti í draumi