Leitin
Þegar þú fórst varst þú elskaður
þegar þú fórst varðst þú frægur
Allir vilja finna þig
Í afneitun
Hönd í hönd við vonina

Hönd í hönd við þann óendanleika
sem hræðslan ber í skauti sér
Hræðslan sem er drifkraftur
þeirra sem elska þig

Ætlunarverk hundruða stjarna sem vilja lýsa þér leiðina
á öruggann stað

komdu heim
 
Kolgríma
1987 - ...


Ljóð eftir Kolgrímu

Ég held ég...þú\'veist...bara smá...ef það má?
Lítill skrýtinn kall
ó þú heimska sól
Ísland, vetur
Leitin
...
maybe baby