Þú
Langleggjaði strákur
mig langar að klípa þig í rassinn og
strjúka á þér lærin og
kyssa þig.
Setjast í fangið á þér og
leggja vanga minn við þinn og
hvísla í eyrað þitt.
Langar að koma við þig og
þú þarft ekki að segja neitt merkilegt og
getur verið eins krumpaður eins og þér sýnist.
Svo langar mig að sjá á þér tærnar.

En maður fær ekki allt sem mann langar.

Þú ert alltaf þarna
aðrir koma og fara.

Vertu kyrr.  
Flatneskja
1972 - ...
þetta er um þann sem á hólf í hjartanu mínu


Ljóð eftir flatneskju

Expressó
Sannleikur
Ó-kærasti
Húsið á sléttunni
Ásetningur
Heimspeki
Grams
Flækjufótur
Hroki og hleypidómar í leyni
Spurning um ást
Ferð
Pirringur
Þú
Játning
Ráðgáta
Þar sem laufin sofa liggja spaðarnir andvaka
Kallið kom
Hugskeyti
Jarðbundin