

þetta er skemmtilegt
tipla aumlega niður götuna
að drepast í tánum
og ískalt á eyrunum
þræði framhjá glerbrotum
og ælu
þykist ekki heyra hæ og heyrðu
grúfi andlitið í loðkragann
og sýg að mér reykjarbræluna
hrekk upp við öskur í ungum manni
sem hrindir vini sínum
á staur
þetta er skemmtilegt
tipla aumlega niður götuna
að drepast í tánum
og ískalt á eyrunum
þræði framhjá glerbrotum
og ælu
þykist ekki heyra hæ og heyrðu
grúfi andlitið í loðkragann
og sýg að mér reykjarbræluna
hrekk upp við öskur í ungum manni
sem hrindir vini sínum
á staur
þetta er skemmtilegt