Haust
Einhver hefur stráð flórsykri yfir Esjuna
Einhver hefur breytt grænu í gult
og gulu í rautt
Einhver hefur losað límið af laufblöðunum
sem límdi þau á sinn stað
Einhver hefur hnoðað ský og
leyft þeim að lyfta sér á himninum
Einhver hefur hvíslað að fuglunum
að færa sig úr stað
og fara til heitara landa
Einhver hefur sagt flugunum að fara í háttinn
Einhver hefur komið Norðurljósunum
í svo gott skap að þau tjútta á
himninum í laumi og vita ekki
að ég sé þau alveg
Einhver hefur bakað haust úr
sumri og hafið nýja tísku
þar sem heitir litir eru inn
Einhver hefur gefið mér svo
ótal margt að undrast yfir
og þakka fyrir
Einhver er svo yndislegur að ég á erfitt
með að hætta að dást að honum
Einhver hefur skapað
og ég get bara þakkað  
Ingunn Huld Sævarsdóttir
1983 - ...
Úr Hungr míns hjarta, Reykjavík, 2005


Ljóð eftir Ingunni Huld Sævarsdóttur

Skin og skúrir
Haust
Besta jólagjöfin
Út í loftið
Veröld vorsins
Ræktin
Að taka við
Snjókorn falla
Má ég bjóða þér í te?
Með sumar í hjarta
,,Í kvöld...
Á óvart