horfið sakleysi
Í dökkum skúmaskotum hugans eru hræðilegar hugsanir.
Hugsanir sem ásækja mig líkt og draugur sem á einhverju ólokið í þessari veröld.
Ég reyni að bægja þeim frá mér en þær koma alltaf aftur.
Lítið barn sefur sakleysislega.
Hann kemur og tekur frá því sakleysið.
Eyðileggur sál þess.
Það er djúpt tómarúm í hjarta þess.
Grimmur heimurinn skilur barnið ekki.
Enginn veit hve kvalið barnið er né hve hrottalegt það er fyrir það að dreyma.
Hann tók burt sakleysið og skildi eftir rotnandi sál.
Hugsanir sem ásækja mig líkt og draugur sem á einhverju ólokið í þessari veröld.
Ég reyni að bægja þeim frá mér en þær koma alltaf aftur.
Lítið barn sefur sakleysislega.
Hann kemur og tekur frá því sakleysið.
Eyðileggur sál þess.
Það er djúpt tómarúm í hjarta þess.
Grimmur heimurinn skilur barnið ekki.
Enginn veit hve kvalið barnið er né hve hrottalegt það er fyrir það að dreyma.
Hann tók burt sakleysið og skildi eftir rotnandi sál.
þetta ljóð er tileinkað góðri vinkonu.