blóðbað
vatnið hættir ekki að leka
hver dropinn á eftir öðrum
úr krananum
ég þagga niður í honum
með stórutánni og hlusta
eftir þögninni
halla mér aftur og fylli eyrun af vatni
heyri samt óhljóðin í hjartanu
áður en þau deyja í vatninu
ég drekkti ástinni til þín
hver dropinn á eftir öðrum
úr krananum
ég þagga niður í honum
með stórutánni og hlusta
eftir þögninni
halla mér aftur og fylli eyrun af vatni
heyri samt óhljóðin í hjartanu
áður en þau deyja í vatninu
ég drekkti ástinni til þín