Vindurinn og Guð
Líki ég vindi við Guð
Vindurinn sést eigi
En þó heyrist stundum suð
sjá, undir Guðs vilja ég mig beygi.

Vindurinn sem orð skaparans ber
Stoppaðu, og hlustaðu hvað hann segir
nú gleði Guðs aldrei fer
geng ég nú hvert sem þú beygir.

lauf í vindinum ég er
á góðan stað þú berð mig
til himins ég að lokum fer
að lokum fæ ég séð þig.



 
Einar Kristinn Þorsteinsson
1987 - ...


Ljóð eftir Einar

Vindurinn og Guð
Elska hins hæsta
Blessun
Jesús er Drottinn
Epli Edens
Gangur Litninganna