Illi tvíburinn
Hann heltekur þig og nýtur þess að kvelja
Sál þína alla hann reynir svo að selja
Burtu tekur skynsemina
Þykist þekkja eilífðina
Fer samt ekki neitt

Hann býr í öllum en vakir þó í sumum
Lætur í sér heyra með vonleysisstunum
Kallar út úr munninum
Ég er kölski í tunnunum
Brosir síðan breytt

Hann saklausa tekur og bindur þá böndum
Sleppir ekki neinum, þá eltir á röndum
Skemmir alla sæluna
Skilur eftir æluna
Fær samt alltaf greitt

Hann eins og allir aðrir veikleika hafa
Viljinn og trúin þau undir hann grafa
En uppgjöf elskar tvíburinn
Ekki bugast vinurinn
Líf hann getur deytt
 
Gunnar Sigvalda
1985 - ...
Samið í Ryslinge í Danmörku 24. apríl 2006.


Ljóð eftir Gunnar

Lífið er ljúft
Taumlaus sorg
Úpps..!
Djúpivogur
Afmælisvísur
Illi tvíburinn
Vogurinn