Lífið er ljúft

Lífið er ljúft og dásamlegt
Gott það er að lifa
En lífið er ei óendanlegt
Klukkur ávalt tifa

Nauðsynlegt er að njóta þess
Og nýta það ég tel
Vertu ávallt glöð og hress
Þá líður þér alltaf vel

Stundum er samt lífið leitt
Þá tíminn læknar sárin
Þú ein getur því samt breytt
Þurkaðu af þér tárin

Mundu eitt sem mikilvægt er
Að hlusta á þitt hjarta
Því eftir þessu framtíðin fer
Hvort átt þú hana bjarta
 
Gunnar Sigvalda
1985 - ...


Ljóð eftir Gunnar

Lífið er ljúft
Taumlaus sorg
Úpps..!
Djúpivogur
Afmælisvísur
Illi tvíburinn
Vogurinn