Afmælisvísur
Nú er Eyja nítján ára
Ung hún er og hress
Menntaskóla brátt mun klára
Og losna við allt stress

Hafðu það gott á afmælisdaginn
og vertu sjálfri þér lík
Gangi þér nú allt í haginn
Þá verður þú hamingjurík

Ég segi ey meir að þessu sinni
Búinn að segja það mesta
og óska ég þér í framtíðinni
sælu og alls hins besta
 
Gunnar Sigvalda
1985 - ...
Samið til Eyrúnar Pétursdóttur 2003.


Ljóð eftir Gunnar

Lífið er ljúft
Taumlaus sorg
Úpps..!
Djúpivogur
Afmælisvísur
Illi tvíburinn
Vogurinn