Fluga sem flaug beint á höfuðið
Þegar penni leggst að blaði
opnast heill heimur af möguleikum.
Dyr gapa að stöfunum
& innum þær drýpur blekið.
Á - af hugmyndum
flæðir fram hjá óveraldlegum hlutum;
sem geta allt í senn verið fugl & tré,
það fer bara eftir því hvort þú horfir á hann að neðan eða á hlið.
Penninn rykkir í ímyndunaraflið
- sveigir það og beygir í allar áttir.
Beljur á svelli sveifla sér fimlega í hringi á tánum.
Drekar drita á gluggarúður bifreiða.
Þú ferð niður að tjörn til að gefa lagarfljótsorminum brauðmola úr dós.
Eins og æðar fullar af bleki
- flæðandi í huga þér.

Lávært suð;
Undursamlegir hljómar gagntaka himininn
- fluga sem flaug beint á höfuðið.  
Heiðdís Ósk
1988 - ...
Hugmyndir, ímundunaraflið...


Ljóð eftir Heiðdísi Ósk

Fluga sem flaug beint á höfuðið
Heimþrá
Söknuður
-
Biðin til Morguns