Söknuður
Tilfinningar vefja sig
utan um tímann;
hringa sig
utan um veruleikann.
Herða á
- kreista.
Vökvinn drýpur
ofan á sál fortíðar.
Vonir
- draumar,
dvelja í fortíðinni.
Framtíðin hefur ekkert að bjóða
á þess sem liðið er.  
Heiðdís Ósk
1988 - ...


Ljóð eftir Heiðdísi Ósk

Fluga sem flaug beint á höfuðið
Heimþrá
Söknuður
-
Biðin til Morguns