

ég vildi
að það héldu mér
engin bönd
því bundin
ég er
í báða skó
með fjölskylduböndum
úr fléttuböndum
og sifjaböndum
úr sléttuböndum.
með bundnum
fastmælum festarböndum
flæktist ég einnig í
hjónaband.
ég vildi
að það héldu mér
engin bönd
svo færðu mig strax
úr þessum skóm!
að það héldu mér
engin bönd
því bundin
ég er
í báða skó
með fjölskylduböndum
úr fléttuböndum
og sifjaböndum
úr sléttuböndum.
með bundnum
fastmælum festarböndum
flæktist ég einnig í
hjónaband.
ég vildi
að það héldu mér
engin bönd
svo færðu mig strax
úr þessum skóm!